Á aðalfundi Sparisjóðs Bolungarvíkur í síðasta mánuði var samþykkt tillaga um að auka stofnfé, svo að mæta megi skilyrðum Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eiginfjárhlutfall. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun Tryggingasjóður sparisjóðanna leggja til nýtt stofnfé. Ragnar Birgisson, stjórnarformað- ur sparisjóðsins og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sparisjóða, segir ótímabært að upplýsa um hversu mikil aukning stofnfjárins sé, en sagði hana nema tugum milljóna.

Mat Fjármálaeftirlitsins (FME) á eiginfjárkröfum sparisjóða samkvæmt svokölluðu ICAAP/SREP-ferli er langt komið og er þegar lokið hjá Sparisjóði Vestmannaeyja. Tveir sjóðir, Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Norðfjarðar, hafa fengið sent mat FME á hvert lágmark eiginfjárkröfunnar skal vera, en það barst um miðjan síðasta mánuð. Sjóðunum gafst færi á að skila andmælum en búast má við að ferlinu ljúki endanlega á næstu vikum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.