Stofnfiskur er eini framleiðandinn á laxahrognum sem enn fær að selja hrogn til Chile, en sú sala byggist á sérstöku leyfi sem byggist á áhættugreiningu yfirvalda í Chile. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Útlit er fyrir að Stofnfiskur hf. flytji út laxahrogn fyrir röskan milljarð á þessu ári. Yfir 60% framleiðslunnar fara til Chile. Í fyrra seldi Stofnfiskur um 40 milljónir hrogna að verðmæti um 600 milljónir króna til Chile. Áætlað er að magnið verði svipað í ár.