Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms þess efnis að stofnfjáreigendur í Byr og Sparisjóði Norðlendinga beri ekki að endurgreiða lán sem þeir tóku hjá hjá Glitni á sínum tíma til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu sparisjóðanna árið 2007.

Málið er fordæmisgefandi fyrir aðra stofnfjáreigenda sem voru í sömu sporum. Á sínum tíma var fólkinu sagt að það eina tryggingin fyrir láninu væru bréfin sjálf, það er að segja, í lánsamningnum sagði að trygging fyrir láninu væri bundin við stofnféð sem keypt var. Við fall Glitnis færðist lánið svo yfir til Íslandsbanka sem ákvað að krefjast endurgreiðslu á láninu.

Hér má lesa einn af dómunum en samtals féllu fjórir dómar um þetta efni í Hæstarétti í dag.