Nú stendur yfir stofnfundur opinbers hlutafélags um sameiginlegan rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Leifsstöð.

Samkvæmt lögum um stofnun félagsins, sem samþykkt voru í lok maí, tekur félagið til starfa 1. janúar 2009. Í dag verður skipað í stjórn félagsins, að því er segir á vef samgönguráðuneytisins.

Samkvæmt lögunum á félagið að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar sem borgaralegs alþjóðaflugvallar. Einnig á félagið að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.