*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 15. maí 2019 08:24

Stofnuðu nýtt fjárfestingafélag

Fjársterkir einkafjárfestar og Kvika stofnuðu nýlega fjárfestingafélag sem mun fjárfesta í skráðum hlutabréfum.

Ritstjórn
Kvika banki er sagður eiga tæp 10% í hinu nýstofnaða félagi.
Haraldur Guðjónsson

Fjársterkir einkafjárfestar og Kvika banki stofnuðu nýlega fjárfestingafélagið Incrementum, sem er með hlutafé upp á vel yfir milljarð, samkvæmt frétt Markaðarins í morgun.

Starfsemin er sögð hafa hafist fyrir nokkrum vikum og felast í fjárfestingum í skráðum félögum hér á landi.

Kvika er sögð eiga tæpan tíunda hlut í félaginu, en meðal annarra stofnenda séu Ívar Guðjónsson, Baldvin Valtýsson og Smári Rúnar Þorvaldsson.