Með því að stofna Íbúðalánasjóð sköpuðu stjórnvöld markaðsbrest sem ekki var til staðar áður í stað þess að leiðrétta markaðsbrest líkt og stóð til frá upphafi. Þetta kemur fram í nýju riti Viðskiptaráðs „Hið opinbera: tími til breytinga“ sem kemur út í tilefni Viðskiptaþings sem haldið er í dag.

Útvíkkun sjóðsins ljós frá upphafi

Í ritinu segir meðal annars að aðkoma hins opinbera sé æskileg þegar um raunverulega markaðsbresti sé að ræða. Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 til að veita einstaklingum félagslegan stuðning við fjármögnun íbúðakaupa en í umræðu um stofnsetningu hans var því haldið fram að honum væri ætlað að leiðrétta markaðsbrest.

Í riti Viðskiptaráðs segir að frá upphafi hafi komið í ljós tilhneiging hins opinbera til að útvíkka starfsemi sína umfram það sem til stóð í upphafi. Sjóðurinn hafi lánað til mun stærri hóps en einstaklinga sem þörfnuðust félagslegrar aðstoðar og að fimm árum eftir stofnsetningu hans hafi starfsemin verið útvíkkuð enn frekar þegar einstaklingum var gert kleift að taka 90% lán til íbúðakaupa á lágmarksvöxtum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .