Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir Íbúðalánasjóð nú eiga um 1.400 íbúðir sem hann hefur leyst til sín á uppboðum. Rúmlega 500 þeirra munu vera í útleigu og aðspurður segir hann það vera til skoðunar að stofna sérstakt leigufélag utan um íbúðirnar. „Við erum að fara yfir kosti þess og galla. Nú er þetta í sérstakri rekstrareiningu en hugsanlega er það heppilegra að hafa þetta í sér félagi. Nefnd samráðshóps um húsnæðisstefnu lagði til að mikilvægt væri að stuðla að langtímajafnvægi og öryggi á leigumarkaði og það er m.a. horft til þess varðandi stofnun leigufélags. Það er hins vegar ekki hlutverk ÍLS sem slíks að reka svona fyrirtæki. Við erum lánveitendur og það er okkar hlutverk en við gætum hins vegar vel ýtt svona leigufyrirtæki úr vör,“ segir Sigurður.

Sigurður Erlingson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs er í viðtali í Viðskiptablaðinu. Þar ræðir hann m.a. um úrskurð ESA varðandi sparisjóðina og ÍLS, eiginfjárhlutfall sjóðsins, stöðu sjóðins og verðtrygginguna. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.