Um síðustu áramót tók Direkta lögfræðiþjónusta og ráðgjöf til starfa. Direkta sérhæfir sig í fasteignarétti en eigendur Direktu búa yfir áratuga reynslu varðandi skráningu og mat fasteigna.

Sem dæmi um mál sem tengjast skráningu fasteigna eru mál er varða skráningu lóða og jarða, nýskráningu eða samruna fasteigna, þinglýsingar, eignaskiptayfirlýsingar, fasteignamat, brunabótamat, landskipti, stærðarskráningu, hlunnindi, veiðirétt, vatnsréttindi, skipulag, umferðarrétt, lóðarleigusamninga og kvaðir svo fátt eitt sé nefnt.

Direkta býður upp á aðstoð og ráðgjöf fyrir lögmenn, fasteignasala, verkfræðistofur, fyrirtæki, stofnanir, veitur, sveitarfélög og almenning.   Direkta getur tekið að sér samskipti við opinbera aðila þ.á m. stjórnsýslukærur og alla lögfræðilega skjalagerð.

Eigendur Direktu eru lögfræðingarnir Ásta Sólveig Andrésdóttir, Sigríður Anna Ellerup og Ásta Guðrún Beck.