Stofnunum á vegum hins opinbera hefur fækkað um 54 frá árinu 2009. Þessi fækkun hefur náðst fram með því að sameina stofnanir eða leggja þær niður. Auk þessara stofnanna hafa fjögur ráðuneyti verið lögð niður. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu í dag.

Í fækkun stofnana vegur mest þegar 22 heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni voru sameinaðar í fjórar, níu skattstofur voru auk þess felldar undir embætti Ríkisskattstjóra árið 2010.

Ennþá eru 166 stofnanir á starfandi á vegum ríkisins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um frekari fækkun stofnanna, m.a. um að Þróunarsamvinnustofnun renni inn í Utanríkisráðuneytið og að Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun verði sameinaðar.