Umfang gjaldmiðlasamninga Stoða (áður FL Group) á síðastliðnu ári var óverulegt miðað við umsvif.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stoðum sem send var út vegna umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga um að stærstu eigendur bankanna hafi tekið stöðu gegn krónunni

Þar kemur fram að samningarnir miðuðu eingöngu að því að verja eigið fé gegn gengisáhættu. Einnig kemur fram að þegar Stoðir fóru í greiðslustöðvun 29. september 2008 var nettó staða gjaldmiðlasamninga félagsins neikvæð um 18,4 milljónir króna.

„Stoðir tóku því ekki stöðu gegn íslensku krónunni,“ segir í tilkynningunni.