Fasteignafélagið Stoðir í Reykjavík hefur keypt frægasta verslunarhús Ísafjarðar. Húsið hefur verið í eigu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá árinu 2001 og hefur verið í sölu síðan þá. Samkvæmt fréttum Bæjarins besta fór húsið á 57,5 milljónir, en þar er meðal annars rekin Bónusverslun.

Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Íslandi og er að tæplega 50 % hlut í eigu Baugs og 18 % hlut í eigu Ingibjargar Pálmadóttur.