Það er mat stjórnar Stoða að Seðlabankinn hafi haft aðra og farsælli kosti í stöðunni en að taka Glitni yfir. Harkalegt inngrip Seðlabankans er ekkert annað en eignaupptaka þar sem hluthafar Glitnis tapa vel á annað hundrað milljörðum króna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stoðum (áður FL Group) í dag en að sögn Stoða kemur yfirlýsingin í

Þar segir að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi „stilltu stjórn og stærstu eigendum Glitnis upp við vegg í skjóli nætur og þeir áttu því enga kosti aðra en að samþykkja tillöguna.“

„Atburðarásin var með þeim hætti að ekkert tóm gafst til að leita annarra lausna, frekar en að meta heildaráhrif aðgerðanna á íslenskt fjármálalíf. Stjórn Stoða harmar þessar aðgerðir og lýsir fullri ábyrgð á afleiðingum þeirra á hendur bankastjórnar Seðlabankans,“ segir í tilkynningu félagsins.

Þar kemur fram að Glitnir hafi þurfti á aðstoð Seðlabankans að halda vegna lausafjárvanda sem bar brátt að. Rekstur Glitnis hafi hins vegar verið með ágætum, bankinn skilað góðum hagnaði og eigið fé Glitnis numið um 200 milljörðum króna um mitt þetta ár.

Í tilkynningunni segir að í kjölfar þvingaðrar yfirtöku Seðlabankans og ríkisvaldsins á Glitni hefur stjórn Stoða óskað eftir greiðslustöðvun.

Ef yfirtakan verður samþykkt á hluthafafundi Glitnis lætur nærri að eignarhlutur Stoða í Glitni lækki um 50 milljarða króna. Eigið fé Stoða nam um 87 milljörðum króna við lok annars ársfjórðungs og fjárhagsstaða Stoða er því í miklu uppnámi, segir í tilkynningunni.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni stjórnar félagsins og veitt heimild til greiðslustöðvunar til 20. október 2008. Stjórn og stjórnendur Stoða munu á næstu dögum og vikum vinna að því að vernda hagsmuni félagsins og hluthafa þess, með öllum tiltækum ráðum.