Atvinnuleysi hélst óbreytt í 7,8% í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum bresku vinnumálastofnunarinnar. Þetta er í takti við væntingar. Bloomberg-fréttastofan segir Mark Carney, sem tók við sem seðlabankastjóri Englandsbanka fyrr í sumar, hafa sagt að fylgst verði grannt með þróun vinnumarkaðarins við stjórn peningamála. Ekki verði t.d. hróflað við vaxtastigi fyrr en atvinnuleysi fari undir 7% á nýjan leik.

Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 0,5% um langt skeið og segir Bloomberg David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, stóla á lágt vaxtastig við fjárlagagerð ríkisstjórnar sinnar enda styðji það við endurreisn efnahagslífsins.