Margir hafa haft áhyggjur af því að með því dað deila og sækja tónlist á netinu sé fótunum kippt undan tónlistarmönnum sem þurfa líka að borða og kaupa skó handa krökkunum. Ekki eru þó allir á einu máli um það. Að ofan má líta hvernig þróunin hefur verið í tekjum tónlistarmanna í Bandaríkjunum síðastliðið ár.

Tekjur þeirra hafa vissulega dalað, einkum rétthafagreiðslur frá tónlistarútgefendum, en á hinn bóginn hafa tekjur þeirra af tónleikahaldi margfaldast og eigin tónlistarsala er einnig farin að skipta máli. Þegar svo er komið að ⅔ teknanna er af tónleikahaldi má spyrja hvort það skipti máli að fólk steli tónlistinni. Tónlistarmennirnir geta einfaldlega litið á það sem markaðskostnað og gefið hana. Að því leytinu virðist þetta fyrst og fremst vandi útgefenda.