Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur fengið atvinnutilboð utan Noregs. Hann afþakkaði og vill halda áfram í norskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í viðtali við Stoltenberg í þættinum Skavland í norska ríkissjónvarpinu.

Stolten játar þar því að hann hafi fengið „eitthvað sem líkist atvinnutilboði“ en vill ekki segja neitt annað en að tilboðið hafi komið frá útlöndum. Stoltenberg ætlar hins vegar að einbeita sér að hlutverki sínu sem flokksleiðtogi í Verkamannaflokknum til næstu fjögurra ára.

„Ég hef gefið færi á mér til þess að sitja á Stórþinginu í Noregi og ég vil gjarnan vera í Noregi og á Stórþinginu,“ segir Stoltenberg.

Bæði Gro Harlem Brundtland og Thorbjørn Jagland fengu góða vinnu utan Noregs eftir að þau létu af embætti forsætisráðherra.