Stones Invest, sem er í eigu danska athafnarmannsins Steen Gude, var úrksurðað gjaldþrota hjá dönskum viðskiptadómtóli eftir hádegi í dag.

Jafnframt var ósk félagsins um að gjaldþrotaskiptum yrðu slegið á frest hafnað.

Þetta kemur fram á vef Börsen í dag.

Stjórnmarformaður félagsins, Rolf Ussing segir í samtali við Börsen að félagið skuldi um fjóra milljarða danskra króna, þar af eru um 2,5 milljarðar ótryggðar skuldir. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti skulda Stones er tryggður með veðum eins og til dæmis í fasteignum.

Fjölmargir kröfuhafar mættu í dómssalinn en kröfur þeirra nema meira en einum milljarði danskra króna. Á meðal kröfuhafa var fjöldi smærri banka auka Roskilde Bank, Norde og Eikar banka sem skráður er í Kauphöll Íslands.

Að sögn Börsen neyddist dómarinn til þess að biðja æstan kröfuhafa að hafa sig rólegan á meðan málið var tekið fyrir í dag.

„Þetta hefði getað farið á báða vegu og mér þykir þetta leitt,“ sagði Ussing þegar niðurstaðan lá fyrir.

Sjá frétt Börsen.