Mikil óvissa er uppi um flestallar fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir hér á landi, þá hvoru tveggja virkjanir og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Síðastaliðin ár hefur mikið verið rætt — og deilt — um nýjar virkjanir og uppbyggingu stóriðju. Að undanskildum gagnaverum hafa umrædd verkefni ekki komist lengra en á viðræðustig.

Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst eru helst tveir áhrifaþættir sem ráða þar mestu um seinagang og tafir á umræddum verkefnum. Annars vegar er það hinn augljósi þáttur sem einkennist af alþjóðlegri fjármálakrísu og lausafjárskorti. Það leiðir eðli málsins samkvæmt til vandræða við fjármögnun verkefnanna.

Hinn þátturinn er sú óvissa sem ríkir í stefnu stjórnvalda hér á landi. Mestu deilurnar um frekari virkjanir og uppbyggingu stóriðjufyrirtækja, þá sérstaklega álvera, hafa að mestu farið fram á vettvangi stjórnmálanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu og meðal annars rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.