Í aprílmánuði árið 2000 tefldu Eyþór Arnalds, þáverandi framkvæmdastjóri Íslandssíma, og Skúli Mogensen, þáverandi framkvæmdastjóri Oz, auk annarra við Garrí Kasparov uppi á Langjökli.

Til stóð að Geir Haarde kæmi með þyrlu og tæki þátt í fjölteflinu en ekki reyndist vera flugveður til þess. Á heimleiðinni var stoppað í sundlauginni í Húsafelli þar sem menn slöppuðu af og fóru yfir stöðuna eftir viðburðaríkan dag.

Myndin birtist í DV.