Stór dagur er framundan á mánudaginn í kauphöllinni. Mikil spenna hefur verið alla vikuna á skuldabréfamarkaði vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um niðurfellingar skulda. Í dag verða tillögurnar kynntar og verður fróðlegt að sjá hvernig skuldabréfamarkaður bregst við tillögunum. Dagleg velta á skuldabréfamarkaði hefur verið  mjög mikil liðna viku, mun meiri en venja er. Ávöxtunarkrafan var há fyrri hluta vikunnar en lækkaði svo þegar leið á vikuna.

Við þetta bætist árás hakkara á vef Vodafone, en Fjarskipti, móðurfélag Vodafone er skráð á hlutabréfamarkað. Það verður því ekki síður forvitnilegt að sjá hvernig hlutabréfamarkaður bregst við þessi árás en í kjölfar hennar var persónulegum upplýsingum um  tugir þúsunda viðskiptavina dreift á netinu. Sms skilaboð og lykilorð notenda eru á meðal efnis sem var opinberað í kjölfar árásarinnar.