*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 28. júní 2019 18:52

Stór fjárfesting Lego-fjölskyldunnar

Auðug dönsk fjölskylda, sem stofnaði Lego, hefur fest kaup á félagi sem er eigandi Legoland og Madame Tussauds.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Kirbi Invest, sem er félag í eigu hinnar forríku dönsku fjölskyldu sem setti Lego á koppinn, hefur fest kaup á félaginu Merlin Entertainments - sem er m.a. eigandi Legoland, vaxmyndasafnsins Madame Tussauds og London Eye. BBC greinir frá þessu.

Alls mun Kirbi Invest greiða 4,8 milljarða evra fyrir Merlin, eða sem nemur um 678 milljörðum íslenskra króna.

Kirbi Invest átti áður þriðjungshlut í Merlin og segir félagið að ekki megi búast við stórvægilegum breytingum í kjölfar kaupanna.

Stikkorð: Lego