Við skulum vona að fall sé fararheill: fyrstu þrír mánuðirnir í lífi eina sjálfstæða viðskiptabankans, sem hefur verið endurskipulagður og endurfjármagnaður án atbeina ríkisins, voru ekki beinlínis björgulegir. Tap MP banka fyrir skatta á tímabilinu 12. apríl til 30. júní nam þannig rétt tæplega 700 milljónum króna sem er veruleg upphæð þegar horft er til þess að nýir eigendur bankans lögðu honum til 5,4 milljarða í vor.

Gengið á nýtt eigið fé
Miðað við efnhag í lok júní hafði sú eign skroppið saman um 11-12% á innan við þremur mánuðum. En svo allrar sanngirni sé gætt verð- ur að ætla að þessir mánuðir hafi um margt verið sérstakir og að þeir slái ekki tóninn fyrir það sem koma skal. Þrátt fyrir þetta tap er eiginfjárstaða bankans sterk en CAD-hlutfall hans var rúmlega 20% í lok júní. Grunnstarfsemi hefðbundinna viðskiptabanka er í grófum drátt- um fólgin í því að taka við inn- lánum og veita útlán og það er því ekki vel gott ef menn borga meira í vexti en þeir fá en það var einmitt niðurstaðan í tilviki MP banka.

Nánar má lesa um uppgjör MP banka í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir tölublöð.