Búast má við verulegri spurn eftir ríkisvíxlunum, ekki síst frá erlendum fjárfestum sem bæði eiga stóran hluta ríkisvíxlanna sem falla á gjalddaga í næstu viku og meginþorra RB09 ríkisbréfanna sem eru á gjalddaga næstkomandi föstudag.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka en á næstu dögum losnar um verulega fjármuni vegna gjalddaga ríkisbréfa og –víxla.

Fram kemur í Morgunkorni að útlendingar eigi að öllum líkindum ríflega 70 milljarða króna í RB09 bréfunum en heildarstærð flokksins, að verðbréfalánum meðtöldum, er u.þ.b. 87 milljarðar króna að sögn Greiningar Íslandsbanka.

Sjá nánar í Morgunkorni Íslandsbanka.