General Motors hefur tilkynnt að um 19,000 óbreyttra starfsmanna félagsins hafi tekið starfslokatilboði sem þeim barst. Því mun ríflega fjórðungur þeirra 74.000 sem starfa í bílaverksmiðjum fyrirtækisins hætta störfum hjá félaginu þann 1. júlí næstkomandi.

Aðgerðirnar eru gerðar með það að augnamiði að fá inn ódýrara vinnuafl. Starfslokasamningarinir, sem nema að allt að því 140.000 dollurum, eru gerðir í samráði við verkalýðsfélag starfsmanna bifreiðaverksmiðja. Reuters segir frá þessu í dag.

GM mun nú geta ráðið inn nýja starfsmenn á taxtanum 14 dollarar á tímann, sem er um það bil helmingur þess sem flestir fá greitt í dag.