Stór og erfið mál sem koma á borð Fiskistofu eiga til að veltast þar um lengi og daga uppi. Þá tefur andmælaréttur þeirra sem til rannsóknar eru fyrir því að Fiskistofa komist að niðurstöðu í rannsóknum sínum á hugsanlegum brotum.

DV fjallar í dag um ásakanir um meint löndunarsvindl útgerðarfyrirtækisins Saltvers í Reykjanesbæ. Fyrirtækið er í eigu Þorsteins Erlingssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og fyrrverandi stjórnarmanns í Sparisjóði Keflavíkur. Þorsteinn var sömuleiðis stjórnarformaður Reykjaneshafar á sama tíma og fyrirtæki hans er grunað  um að hafa staðið í löndunarsvindli við höfnina.

Tæp tvö ár er síðan málið kom á borð Fiskistofu. DV segir hugsanlegt að fyrirtækinu verði gert að greiða tæpar 40 milljónir króna í sekt vegna málsins.

Fleiri stór mál hafa velkst um hjá stofunni án þess að niðurstaða hafi fengist í þeim.

Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, segir í samtali við blaðið rannsókn málanna umfangsmikið auk þess sem stofnun hafi þurft að draga saman seglin sökum fjárhagsvanda.