Evrópski flugvélaframleiðandinn greindi frá því í gær að félagið hefði landað stórum samningi við Qatar Airways. Samkæmt samkomulaginu mun Qatar kaupa áttatíu flugvélar af gerðinni A350 og nemur heildarvirði samningsins um sextán milljarðir Bandaríkjadala. Sú upphæð gefur til kynna að Qatar hafi fengið góðan afslátt af listaverði vélanna, sem er í kringum 18,3 milljarðar dala. Þetta er stærsta einstaka pöntun sem Airbus hefur fengið og á afhending vélanna að fara fram árið 2013.