Iðnver og Arctic Fish skrifuðu undir stóran samning á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll um uppsetningu á láþrýstu þvottakerfi fyrir nýtt laxasláturhús Arctic Fish í Bolungarvík.

Nýja sláturhúsið í Bolungarvík er í 2.700 fermetra húsnæði og sérhannað fyrir slátrun og fullvinnslu aflans. Það verður eitt tæknivæddasta sláturhús í heimi með öllum nýjasta búnaði sem til er, að því er segir í tilkynningu. Sláturhúsið muni geta annað allri framleiðslu laxeldis á Vestfjörðum en afkastagetan verður allt að 120.000 tonn á ári.

„Samningurinn er umfangsmikill en nær m.a. til þvottakerfa fyrir vélar, færibönd, kassa og þess háttar. Þvottakerfin, sem eru frá System Cleaners í Danmörku eru mjög fullkomin og geta bæði verið alsjálfvirkt eða handvirkt. Öll nýjasta tækni er notuð við þvottinn og áhersla er á umhverfismál.“

Iðnver bíður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, matvælaiðnaði og öðrum iðnaði. Sem dæmi má nefna íhluti í færibönd, lágþrýst þvottakerfi, lausnir fyrir starfsmannaaðstöðu fyrirtækja auk rekstrar- og efnavöru ásamt vélbúnaði fyrir hreinsun á hverskonar fráveituvatni.

Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic, Fish, og Pétur Blöndal, eigandi Iðnvers.
Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic, Fish, og Pétur Blöndal, eigandi Iðnvers.