Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Brautarholt 20 ehf námu lýstar kröfur í það rúmum 3,7 milljörðum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu. Félagið var umsvifamikið á árunum fyrir hrun. Fram kemur í rannsóknarskýrslu um sparisjóðina sem kynnt var í vor að heildarskuldbindingar félagsins gagnvart Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (Spron) nam tæpum 5,4 milljörðum króna og var áhættuskuldbindingin 29,4% af eiginfjárgrunni sparisjóðsins.

Félagið var að stórum hluta í eigu Ívars Ómars Atlasonar, framkvæmastjóra Brautarholts 20 og meðfjárfesta hans. Eigendur félagsins áttu hluti í félögunum Skjólvangi ehf. og Streng Byggingum ehf. en framkvæmdastjóri Brautarholts 20 átti til viðbótar hluti í Parketi ehf., Málmsteypu Ámunda Sigurðs ehf., Tjarnarvöllum 5 ehf. og Árbakka ehf. Stjórnarformaður Brautarholts 20 átti svo félögin Arnarsmári ehf. og Fasteignasölusérleyfi ehf. (Remax).

Brautarholt 20 ehf var úrskurðað gjaldþrota í Hæstarétti 11. nóvember árið 2011. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að engar eignir fundust í þrotabúinu.