Í þessari viku munu samtals 8 uppgjör verða birt frá félögum í Kauphöll Íslands. Mun þá uppgjörstímabilið fyrir 3ja ársfjórðung 2005 virkilega komast í gang, en í síðustu viku byrjaði uppgjörstímabilið þegar Nýherji birti sitt uppgjör. Í þessari viku munu stóru viðskiptabankarnir þrír allir birta sín uppgjör. Ríður Íslandsbanki á vaðið á morgun þann 25. október og svo birta bæði Landsbankinn og Kaupþing sín uppgjör á föstudaginn, þann 28. október.

Eins og fram kom í Afkomuspá Greiningardeildar KB banka sem birt var þann 6. október síðastliðinn og náði til 17 félaga í Kauphöllinni, þá spáir greiningardeildin mikilli hagnaðaraukningu á 3ja ársfjórðungi í ár. Gerir Greiningardeild KB banka ráð fyrir að heildarhagnaður þeirra félaga sem spáin nær til muni aukast um samtals 25,4 milljarða króna miðað við sama fjórðung árið á undan. Þetta er rúmlega 50% aukning þar sem hagnaður þessara sömu félaga nam samtals 17 milljarða kr. aukningu á 3ja ársfjórðungi 2004.

"Enn sem fyrr eru það fjármálafyrirtækin sem gert er ráð fyrir að standi að mestu leyti á bak við þessa hagnaðaraukningu og þá fyrst og fremst vegna mikils gengishagnaðar. Einnig gerir Greiningardeild KB banka ráð fyrir miklum gengishagnaði hjá TM og FL Group en eins og tilkynnt var í morgun hefur FL Group nú verið breytt formlega úr félagi í ferðaþjónustu í fjárfestingarfélag," segir í Hálffimm fréttumKB banka. .