Skemmdarvargar hafa eyðilagt stóra, umdeilda jólatréð sem var reist í París. Þetta kemur fram á fréttavef Fox News.

Mörgum þótti jólatréð líkjast kynlífsleikfangi helst til mikið og fór það því fyrir brjóstið á mörgum. Skemmdarvargar skáru á bönd sem héldu hinu umdeilda listaverki uppi og liggur það nú loftlaust á jörðinni.

Menningarmálaráðherra Frakklands, Fleur Pellerin, segir skemmdarverkið vera alvarlega árás á tjáningarfrelsi listamanna.