Stóra Kaupþingsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar stendur til að verjendur sakborninga leggi fram matsbeiðnir. Í málinu eru níu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik sem sérstakur saksóknari telur að hafi átt sér stað á árunum fyrir bankahrun.

Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþingssamstæðunnar, Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.