Sú fyrirhugaða aðgerð Seðlabanka Íslands að selja skuldabréf fyrir 103 milljarða króna getur talist ein af stýritækjum bankans, segir IFS greining. Bankinn greindi frá þessari fyrirhuguðu aðgerð í byrjun vikunnar.

IFS segir að bankinn muni með þessum aðgerðum draga úr peningamagni í umferð og að öllum líkindum draga úr verðbólguþrýstingnum og þar með þörfinni á stýrivaxtahækkunum. Fyrirhugað er að hefja sölu á skuldabréfunum á innan við sex mánuðum.

„Væntingar um aukið framboð skuldabréfa og minni verðbólguþrýsting setja þrýsting á ávöxtunarkröfur skuldabréfa til hækkunar,“ segir IFS og bendir á að ávöxtunarkröfur ríkisskuldabréfa hafi hækkað í gær.