Til viðbótar við endurskipulagningu Íbúðarlánasjóðs og upptöku nýs húsnæðislánakerfis munu stjórnvöld beita sér sérstaklega fyrir því að efla íslenskan leigumarkað samkvæmt nýjum tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála sem kynntar voru í dag. Eygló Harðardóttir, Félags- og húsnæðismálaráðherra og Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar, kynntu tillögurnar á blaðamannafundi í Safnahúsinu.

Meðal tillagna til uppbyggingar á leigumarkaði má nefna að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt húsæðisbótakerfi og að stuðningurinn miðist við efnahag en ekki búsetuform. Þetta segir Eygló að sé stærsta tillagan hvað umbætur á leigumarkaði varðar.

VB Sjónvarp ræddi við Eygló.