Fram kom á kynningarfundi um fjárlagafrumvarp ársins 2015 í morgun að framlög ríkisins til nýsköpunar og vísinda muni aukast stórlega.

Stóraukin framlög til nýsköpunar og vísinda eru liður í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs sem miðar að því að fjárveitingar til málaflokksins nái 3% af vergri landsframleiðslu árið 2016. Er aðgerðunum ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun og stuðla að aukinni framleiðni.

Framlag ríkisins til málaflokksins eykst á næsta ári um 800 milljónir króna og 2 milljarða króna árið 2016.