Á fyrri hluta ársins 2016 keypti Seðlabanki Íslands gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði fyrir um 189 milljarða króna, sem er töluvert meira en á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis. Á fyrri hluta ársins 2015 hafði Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir 81,4 ma.kr. sem jafnframt var tvöföldun frá árinu áður.