Heildarviðskipti með hlutabréf í september í kauphöll Nasdaq Iceland námu 55.932 milljónum í september, eða 2.542 milljónum á dag. Það er 12% hækkun frá fyrri mánuði, í ágúst námi viðskipti með hlutabréf 2.268 milljónum á dag. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Nasdaq Iceland fyrir septembermánuð 2016. Hægt er að skoða viðskiptayfirlitið fyrir september hér .

Þetta þýðir að 45% hækkun var á hlutabréfaviðskiptum á milli ára, en viðskipti með hlutabréf í september 2015 námu 1.754 milljónum á dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,8% milli mánaða og stendur nú í 1.464 stigum.

Í mánuðinum voru mest viðskipti með bréf Icelandair Group en þau námu 11.976 milljónum. Næst mest viðskipti voru með bréf haga en þau námu 7.024 milljónum, viðskipti með bréf Reita fasteignafélags námu 5.236 milljónum, Marel 4.480 milljónir og Sjóvár-Almennra trygginga 4.245.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 151 milljarði í síðasta mánuði sem samsvarar 6,9 milljarða veltu á dag. Þetta er 4% lækkun frá fyrri mánuði, viðskipti í ágúst námu 7,2 milljörðum á dag, en 34% lækkun frá fyrra ári.