Sala á nýjum bílum jókst um 26% í maí. Bendir það til þess að bandarískt efnahagslíf sé á uppleið þrátt fyrir merki um annað, s.s. aukið atvinnuleysi.

Bandaríkjamenn keyptu 1,33 milljónir bíla í mánuðnum. Það er svolítið minni sala en í apríl sem14,2 milljónum bíla á ársgrundvelli í stað 13,8 milljóna í maí.

General Motors og Ford seldu 10% fleiri bíla í maí í ár en í fyrra. Chrysler seldi 30% fleiri bíla.

Toyota jók söluna mest, eða um 87%. Söluaukningin skýrist af hruni í framleiðslu fyrirtækisins í mars í fyrra í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan.

Höfuðstöðvar General Motors í Detroit.
Höfuðstöðvar General Motors í Detroit.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)