Sala á raftækjum var miklu meiri núna í janúar heldur en á sama tíma fyrir ári og eru dæmi um að sölumet hafi fallið í einstökum verslunum. Morgunblaðið greinir frá þessu.

„Vörur hjá okkur hafa verið að mokast út eftir áramótin. Hvort þetta heldur áfram verður að koma í ljós,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts geta leitt til 17-21% verðlækkunar á raftækjum sem báru vörugjöld.

Einnig kann það að eiga þátt í aukinni sölu að laun hafa hækkað milli ára auk þess sem raungengi krónu hefur styrkst og kaupmáttur í erlendum vörum því aukist.