Jarðboranir högnuðust um 314 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 7 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 6,5 milljörðum króna og tvöfölduðust þær á milli ára. Eignir námu tæplega 6,8 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið fé félagsins nam 3,6 milljörðum króna.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 1,7 milljörðum króna en að meðaltali störfuðu 125 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri félagsins.