*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 26. nóvember 2021 07:31

Stóraukinn hagnaður Múrbúðarinnar

Hagnaður byggingavöruverslunarinnar nam 123 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 262% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Múrbúðin hagnaðist um 123 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 262% frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu 1,4 milljörðum og jukust um 31% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður nam 178 milljónum og ríflega þrefaldaðist. Eignir námu 591 milljón og eigið fé 225 milljónum í lok síðasta árs. Múrbúðin er í eigu MBKF ehf.. Fjárfestingafélag Árna Haukssonar og hjónanna Hallbjörns Karlssonar og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, Vogabakki varð meirihlutaeigandi félagsins í fyrra þegar það jók hlut sinn úr 43% í 58%.

Stikkorð: Múrbúðin