Hagnaður Securitas á samstæðugrunni nam 103,5 milljónum árið 2015. Um er að ræða 964% hagnaðaraukningu á milli ára úr 9,7 milljónum árið 2014.

Sala samstæðunnar hækkar úr 3,8 milljörðum í 4,7 milljarða og EBITDA hækkar úr 372,9 milljónum í 500,1 milljón. Eignir í árslok voru 2,4 milljarðar og eigið fé um 585,3 milljónir.

Eiginfjárhlutfall var því tæplega 24%. Fjárfest var fyrir 562,8 milljónir. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 207,6 milljónir og handbært fé jákvætt um 28,4 milljónir.

Stekkur fjárfestingarfélag er stærsti hluthafi Securitas með 53,25% eignarhlut og þar á eftir kemur Edda slhf. með 40% hlut.