Alþjóðahafrannsóknarráðið mælir með því að veidd verði að hámarki 890 þúsund tonn af makríl á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári. Þetta er 348 þúsund tonnum meira en ráðlagt var að veitt yrði í ár. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefnar Íslands í makríldeilunni segir í samtali við Morgnblaðið að aukningin auki líkur á lausn deilunnar fyrir áramót.

„Það er óhætt að segja að þessi stóraukna ráðgjöf, sem byggist á því að makrílstofninn er í miklum vexti og reynist mun sterkari en talið var, skapi okkur betra tækifæri en við höfum haft til að ná samkomulagi,“ segir hann.

Hann bæir því við að það sé augljóst að það sé auðveldara að ná samningi um skiptingu á köku sem fari ört stækkandi heldur en ef um samdrátt væri að ræða.