Norski trygginga- og fjármálarisinn Storebrand hagnaðist um 524 milljónir norska króna, jafnvirði rúmra 11 milljarða íslenskra, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 33% aukning frá fyrstu þremur mánuðum í fyrra. Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins að tekjur hafi dregist saman á milli ára, farið úr 575 milljónum króna niður í 516 milljónir.

Forstjóri Storebrand er Idar Kreutzer.

Hagnaður á hlut nam 1,17 norskum krónum á fjórðungnum samanborið við 87 norska aura á hlut eftir sama tímabil í fyrra.

Þá kemur fram í uppgjörinu að afskriftir og niðurfærsla á viðskiptavild hafi numið 667 milljónum norskra króna á fjórðungnum. Það jafngildir rúmum 14,5 milljörðum íslenskra króna.

Kaupþing og Exista áttu saman rúman 25% hlut í Storebrand fyrir hrun. Exista var jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings.