*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. apríl 2021 11:15

Störf framtíðarinnar

Opinn netfundur Háskólans í Reykjavík um vinnu og þróun verkefnastjórnunar hefst klukkan 12.

Ritstjórn
Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Á liðnum misserum hefur mikið verið talað um þróun og framtíð vinnu, meðal annars um áhrif tækninnar í atvinnulífinu, hvernig sum störf leggjast af og ný störf verða til. Þá liggur fyrir að efnahagslegt vægi verkefna fer vaxandi í atvinnulífinu.

Vegna þessa stendur Háskólinn í Reykjavík fyrir opnum sem hefst klukkan 12. Á fundinum verður fjallað almennt um þróunina og framtíð vinnu – á grundvelli alþjóðlegra rannsókna sem Ísland tekur þátt í. Einnig verður sjónum beint sérstaklega að áhrifum þessa á framtíð verkefnastjórnunar, frá sjónarhóli hins öfluga breska verkefnastjórnunarfélags APM.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskiptadeild, fjallar um framtíð vinnu og fara yfir hvað samtímarannsóknir segja um þróunina, áhrif gervigreindar og annarra þátta í umhverfinu á framtíð vinnumarkað og áhrif þessa á þjóðfélagið. Alistair Godbold, frá breska verkefnastjórnunarfélaginu APM, um fara yfir úttekt sem APM lét nýverið gera á framtíð verkefnastjórnunar.

Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson munu stýra fundinum og stýra stuttum umræðum í síðasta hluta fundarins og svara spurningum sem fundargestir geta borið fram skriflega á meðan á kynningum framsögumanna stendur.

ZOOM fundarhlekkur:

https://eu01web.zoom.us/j/64027843220