Vinnsla á hinum ýmsu málmum er enn sem komið er lítil á Grænlandi en mikill kraftur er nú að færast í rannsóknir og leit á nokkrum stöðum – sérstaklega á Vesturströndinni.

Að sama skapi eru umsvif tengd olíuleit ekki mikil en á allra næstu árum munu umsvif stóraukast bæði úti fyrir vestur- og norðausturströndinni. Grænlenska heimastjórnin hefur þegar stofnað olíufélag, Nunaoil, til þess að sjá um helstu leyfin í grænlensku lögsögunni. Þá hefur opinbera fyrirtækið Nunamineral verið stofnað og skráð í Kauphöllina í Kaupmannahöfn, tilgangur þess er m.a. að auðvelda fjáröflun til leitar og vinnslu á gulli.

Á allra næstu árum gætu orðið til mörg stór málmvinnsluverkefni á Grænlandi sem gætu fært grænlensku heimastjórninni mikinn auð og fjölgað íbúum í landinu umtalsvert. Ljóst er að stór hluti þess vinnuafls sem þafnast í landinu mun verða innfluttur. Þá hafa erlend álfyrirtæki sýnt áhuga að byggja álver á Grænlandi.

Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifar ítarlega grein um Grænland í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast greina og blaðið allt hér að ofan undir liðnum tölublöð.