Kína, Suður-Kórea, Tyrkland og Mexíkó gætu aukið hlutdeild sína í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) á næstu dögum, segir stjórnandi sjóðsins Rodrigo Rato í frétt Financial Times.

IMF leggur nú aukna áherslu á gefa fátækari þjóðum meira vægi í sjóðnum, þar sem alþjóðaefnahagsumhverfið taki sífelldum breytingum. Rato segir að vænta megi stórfelldum breytingum á sjóðnum á næstunni.

Bandaríkin hafa kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi um hlutdeild þjóða í sjóðnum sem taki að mestu mið af vergri landsframleiðslu. Þannig myndi hlutdeild Asíu þjóða aukast á kostnað minni Evrópuríkja. En Evrópuríkin telja að Bandaríkin séu að reyna að tryggja sér meirihlutaatkvæðisrétt með því.