Framleiðsluupggjör þjóðhagsreikninga gefa ágæta mynd af framlagi mismunandi atvinnugreina til efnahagsbatans sem hófst árið 2010 sem og hlut greinanna í efnahagssamdrættinum á árunum 2008-2010. Í Peningamálum Seðlabanka Íslands kemur fram að verðmætasköpunin, sem áður átti sér aðallega stað innan innlendra atvinnugreina, sérlega á þensluárunum fyrir 2008, fari nú að mestu leyti fram í útflutningsgreinum landsins.

Lágt raungengi krónunnar hefur reynst fyrirtækjum í útflutningsgeiranum vel á síðustu árum. Aukningin í verðmætasköpun útflutningsgreina mikil Mestan samdrátt má merkja til þeirra greina sem uxu hvað mest árin fyrir hrun, eða í byggingargeiranum og smásölu. Í umfjöllun Peningamála kemur fram að líkja megi þeim sviptingum sem áttu sér stað í byggingar- og mannvirkjagerð á árunum 2008-2012 við það að öll störf í fjármálaþjónustu þegar þau voru hvað flest, eða um 9 þúsund, hefðu glatast.

Útflutningsgreinar og tengdar atvinnugreinar hafa knúið áfram efnahagsbatann síðustu tvö ár en samkvæmt greiningu Seðlabankans má rekja rúmlega 40% af aukningu vergra þáttatekna, eða verðmætasköpunar, frá árinu 2010 til vaxtar innan atvinnugreina sem tengjast flutningum og ferðaþjónustu, veitingastöðum og leigustarfsemi á öðru en fasteignum, til að mynda bílum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .