Ársverk í skapandi greinum voru um 9.400 talsins árið 2009 en voru flest árið 2008 eða rúmlega 10.000 talsins. Stöðug aukning var í fjölda ársverka skapandi greina á árabilinu 2005-2008. Þrátt fyrir aukningu á ársverkum í skapandi greinum hefur veltan ekki aukist.

Samkvæmt skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina gæti þetta verið vísbending um að laun hafi lækkað í skapandi greinum, en þó er ekki útilokað að aðrar ástæður, svo sem önnur hagræðing í rekstri sé hluti skýringarinnar. Almennt vega laun þungt í vinnuaflsfrekum skapandi greinum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að laun í skapandi greinum eru lág.