Atvinnuleysistölur voru birtar í Bandaríkjunum föstudaginn og bættust 248 þúsund ný störf við í maí sem er meira en búist hafði verið við. Störfum í framleiðslu fjölgaði um 32 þúsund en þeim hefur ekki fjölgað meira í sex ár. Hagkerfið hefur nú endurheimt öll þau störf sem töpuðust eftir að samdrættinum lauk í nóvember árið 2001. Störfum fjölgaði um 346 þúsund í apríl og 353 þúsund í mars. Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur störfum því fjölgað um 947 þúsund en það er mesta aukning á tímabilinu mars til maí síðan árið 2000, en störfum hefur samtals fjölgað um 1,2 milljónir frá áramótum.

Í Hálffimmfréttum KB banka kemur fram að fleiri ráðningar ýta undir launahækkanir og samkvæmt viðskiptaráðuneytinu hafa laun hækkað um 5,7% á 12 mánaða tímabilinu maí 2003 til apríl 2004. Meðallaun á klukkustund hækkuðu um 0,3% í síðastliðnum mánuð, en búist hafði verið við 0,2% hækkun. Hækkandi laun geta haldið uppi aukinni einkaneyslu og tryggt að hagkerfið haldi áfram að vaxa út árið.

Samkvæmt Deutsche Securities' Leahey mun fjölgun starfa um 100 þúsund á mánuði vera nóg til þess að vinna á móti áhrifum hækkandi olíuverðs, hærri vaxta og minna peningamagns vegna minni endurfjárfestingar. Hagfræðingar hjá Deutsche Securities spá því að fjölgun starfa muni fara yfir 200 þúsund að meðaltali á mánuði út árið. Þessi fjölgun starfa í maí ýtir undir þær væntingar að seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,25% í lok júní.

Samkvæmt könnun Bloomberg spá hagfræðingar því að hagkerfið muni vaxta um 4,6% á árinu sem er mesti vöxtur síðan árið 1984, en því er spáð að einkaneysla og fjárfestingar fyrirtækja muni halda uppi vextinum.
Samkvæmt ársfjórðungslegri könnun samtaka 150 viðskiptaleiðtoga munu tvöfalt fleiri framkvæmdastjórar fjölga starfsmönnum en fækka á næstu 6 mánuðum. Af 116 framkvæmdastjórum í könnuninni spáðu 38% þeirra að ráðningum mundi fjölga á meðan að 19% spáðu því að fækka störfum.
Atvinnuleysið hélst í 5,6% eins og búist hafði verið við, en það hefur verið 5,6% og 5,7% í sérhverjum mánuði síðan í desember 2003. Meðaltvinnutími hélst einnig í 33,8 tímum fimmta mánuðinn í röð.