Störfum hjá einkafyrirtækjum í Bandaríkjunum fjölgaði um 163 þúsund í júlí samkvæmt könnun ADP.

Er þetta mun meiri fjölgun starfa en spáð hafði verið. Til að mynda gerði Dow Jones fréttastofan könnun og niðurstöður hennar sýna aðeins 108 þúsund starfa fjölgun.

Einnig voru tölur vegna júní mánaðar leiðréttar. Fjölgun starfa reyndist vera 172 þúsund en áður hafði verið tilkynnt um 176 þúsund starfa fjölgun.

ADP kannar aðeins starfsmannafjölda hjá einkaaðilum, ekki hinu opinbera. Tölur ADP hafa oft verið leiðréttar að undanförnu vegna talsverðar skekkju.

Vinnumálaskrifstofa Bandaríkjaþings mun birta sínar tölur innan skamms.