Kröfum um atvinnuleysisbætur fjölgaði um 38.000 í síðustu viku í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna kemur fram að engar haldbærar skýringar eru á þessari aukningu í síðustu viku sóttu 407 þúsund manns um atvinnuleysisbætur.

Reuters fréttstofan greinir frá því að þegar hafi verið gert ráð fyrir 370 þúsund umsóknum samanborið við 369 þúsund umsóknum í vikunni þar á undan.

Þá greinir Bloomberg fréttaveitan frá því að á morgun kynni atvinnumálaráðuneytið að um 50 þúsund störf hafi glatast í Bandaríkjunum í mars á meðan störfum fækkaði um 63 þúsund í febrúar. Þetta er að sögn Bloomberg mesta fækkun starfa á jafn stuttum tíma í fimm ár.

Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi í mars verði um 5% miðað við 4,8% í febrúar.